Monday, February 14, 2005

WIP

WIP stendur fyrir 'Work-in-progress', þ.e. verkefni sem maður er að vinna að. Hérna til hægri á síðunni eru nokkur WIP og merkt við hvað mikið er búið af hverju. Markmiðið mitt er að klára sem flest krosssaumsverkefni og byrja ekki á nýjum fyrren ég er búin með gömul.


  • Wizards potion er saumakit (kit er pakki með mynstri, garni, efni og nál) frá DMC sem ég keypti á Ebay síðasta vor. Mig vantaði þá verkefni áður en ég færi til BNA en þar ætlaði ég svo sannarlega að byrgja mig upp. Ég keypti heilmikið af efnum og allt DMC garnið, yfir 500 dokkur ( á Ebay og lét senda það til tengdó, fyrir 1/5 af verðinu hér heima!). Eftir að ég var búin að fá allt garnið kom uppsöfnuð þörf fyrir að gera hitt og þetta sem ég var búin að láta mig dreyma um að gera í veg fyrir að ég ynni í galdrakarlinum góða. Hann er líka lúmskur, fullt af kvartsporum, sem er frekar leiðinlegt að gera í aida, mun skemmtilegra að gera í evenweave. Aida er þetta hefðbunda krosssaumsefni þar sem einn kross nær yfir einn reit í efninu og kvartspor yfir hálfan reit, evenweave er samnefni á efni þar sem efnið er jafnt ofið (even-weave), þar fer einn kross yfir tvo þræði og kvartspor yfir einn. Nánari uppl. um efnin.

    Galdrakarlinn er að mestu búinn, bara að klára að stinga og gera eins og eina stjörnu/leðurblöku! Reyndar er afturstingurinn ekkert auðveldur heldur, mikið af dökku á dökkt og svo fylgir hann ekki útlínum eins og oftast er gert.

  • Paddington í París er annað kit sem ég keypti í Danmörku í haust (lok ágúst). Mig vantaði eitthvað að gera í lestinni, en ég fór Kaupmannahöfn þvera og endilanga fram og til baka, 1-2x á dag! Þetta leit nógu einfalt út til að geta gert á ferðinni. Sem það var, bara einn litur í einu og engar litaskiptingar (bara einn blár t.d. en mism. tónar eru oft notaðir til að fá meiri dýpt í myndina). Ég hef aldrei áður haft áhuga á þessum teiknimynda krosssaumsmyndum en þetta hentaði fyrir þetta tækifæri. Núna er Paddington búinn og bara að tækla afturstinginn. Eins og fyrir Galdrakarlinn þá er hann í aida en afturstingurinn er oftar en ekki á milli reita! Maður verður bara að taka þetta einn þráð í einu held ég.

  • Father Winter Ornament eftir Teresu Wentzler. Teresa þessi er þekktur hönnuður krosssaumsmynda. Myndirnar hennar hafa oftar en ekki mystískt þema og eru flóknar. Þetta mynstur er ókeypis á vefnum hennar og er svona reynslustykki fyrir Father Winter myndina, þar sem í henni er svona hvítsaumur. Þetta var hluti af leik sem er á net-saumaklúbbnum mínum. Í hverjum mánuði er lítið mynstur valið sem allir geta gert og sú sem er fyrst fær að velja fyrir næsta mánuð. Ég var fyrst með júlí SALið (SAL = Stitch-a-long) og fékk því að velja þetta. Ég náði hins vegar ekki að klára og þetta er búið að vera óhreyft síðan í ágúst. Ég er hrifin af drekunum hennar Teresu, t.d. þessum, sem minnir mann á að vera ekki að gera of mikið úr hlutunum (stormur í vatnsglasi myndi það vera á íslensku :) ).

  • Franskt þorp var mynd í krosssaumsblaði, The World of Cross Stitching, sem ég keypti í Noregi á sínum tíma (Þrándheimi). Þessi mynd er 128x128 spor og gerð eftir vatnslitamynd. Hún minnir mig svo á gömlu þorpin í Frakklandi að ég stóðst hana ekki. Hún er líka alveg horn í horn, málverk reyndar og ég er nokkuð hrifin af svoleiðis myndum. Eftir að ég var búin að fá garnið mitt góða þá gat ég ekki beðið með að byrja á þorpinu. Upprunalega myndin var gerð í annað garn (Anchor) og eftir því sem ég vann verkið (byrjaði í efra vinstra horninu, en var byrjuð í miðjunni áður með afgangsgarni sem ég átti og passaði) sá ég að mér fannst litirnir sem upp voru gefnir ekki passa nógu vel. Litanúmerin voru gefin í amk 3 garntegundum. Ég fann á netinu lista yfir garnnúmer í Anchor og DMC og þá fann ég liti sem pössuðu betur og ég ákvað að byrja uppá nýtt! Nýtt efni og allt! Þessi mynd hefur legið í dvala lengi en ég tók hana aftur upp í gær. Þá sá ég að ég hafði gert villu og þess vegna lagt myndina til hliðar en í gær gerði ég slatta. Nú er ég búin með 1000 spor í nýju myndinni (gerði þau nú ekki öll í gær) en það er bara dropi í vatnið. Heildarsporafjöldi er yfir 16 þús. spor! Ég nota svona plastdót til að halda í efnið. Þetta er mjög þægilegt. Ég hef aðra hendina undir efninu og hina yfir. Krossarnir verða jafnari (þeir eiga það til að verða mis'hæðóttir' og garnið nýtist því betur og svo snýst ekki uppá það þegar maður saumar. Nú þá er myndin slétt en ekki krumpuð eins og þegar maður saumar í höndunum.

  • Klukkustreng þennan fékk ég hjá ömmu minni, en hún var tæpl. hálfnuð með hann. Þetta er ekki krosssaumur (og ég man ekki hvað þetta spor heitir) en það eru saumaðar þrjár línur yfir 3 reiti (kemur út sem ferningur). Ég tapaði javanálinni minni og á núna bara of stóra javanál. Hef því ekki unnið í þessari.

2 comments:

Anonymous said...

Þessi dreki er æði ég þar svona áminningu. Svo ég downloadaði honum og held ég muni gera þennan.

Anonymous said...

Bara að prófa.... Hlakka til að sjá galdrakarlinn þinn tilbúin, hann er svo mikið krútt!