Monday, February 28, 2005

Wizards potions






Here is a picture of the teddy bear wizard. I looked up when I bought it and it was Feb. 29th 2004. So I just managed to finish it before the 1 year anniversary :) There were some lone crosses around the wizards' head and they were troubling me. In the photo that came with the kit you could see the thread running from one cross to the next, through the fabric. I didn't want that. I asked the girls in the summer house and they came up with the brilliant solution of using beads instead. They even had beads that matched the design. I could choose from different shades of red and green :)

Sunday, February 27, 2005

Frábær helgi

I had a great weekend. I went with bunch of women to my dad's and step-mom's summer house from Friday until Sunday. The craft of chose for these women is cross stitching and we stitched all weekend through. It was great not having to do anything else. We hardly slept, stayed up until 2-3 AM and were stitching before noon next day. People hardly even used the hot-tub! Me and my stepmum, stepsister also did some knitting. I finished my husband's slippers, well the knitting part. I didn't have the other one and it needs sewing up and then they will be washed. I finished the Wizards potions kit as well and did bunch on my French village.

Ég átti frábæra helgi, handavinnuhelgi. Á föstudagskvöldið fór ég ásamt 5 öðrum handavinnubrjálæðingum í sumarbústaðinn hans pabba og Sigrúnar. Brjálæðingum segi ég því það var sko ekki gert annað en að sauma, sauma og svo aftur sauma með smá prjóni inn á milli. Það var varla að maður náði að toga þær með í pottinn. Undantekningin voru Ásturnar (tvær þeirra heita Ásta), þær voru sko alltaf til í pottinn! Við vorum að fram á miðja nótt og svo var byrjað aftur fyrir hádegi daginn eftir, harkan 6! Á laugardeginum komu svo þær Sigrún og Maja dóttir hennar (með handavinnu að sjálfsögðu) og ég eldaði um kvöldið (það gerist sko ekki oft).

Þessa brjálæðinga er að finna á stuðklúbbnum, Allt í kross. Hann snýst að mestu leiti um krosssaum en handavinna er náttúrulega alltaf handavinna. Í þetta sinn var það bara ég að bjóða prívat og persónulega í bústaðinn, enda rúmar hann varla fleirri í handavinnusæti (ekkert mál með gistingu).

Ég kláraði loksins Galdrabangann :) Mynd væntanleg, sem og myndir úr bústaðinum. Ég gerði slatta í Franska þorpinu og kláraði inniskónna hans Clints líka. Það var æðislegt að hafa heila helgi undir ekkert annað en handavinnu :) Klúbburinn planar sumarbústaðarferð í apríl. Ég hlakka ekki smá til. Ef einhver hefur áhuga þá bara að skrá sig í klúbbinn sem fyrst, allir velkomnir :)

Friday, February 25, 2005

Loksins mynd

Hérna er mynd af sokkunum sem ég prjónaði fyrir nokkru síðan. Ég er loksins búin að taka mynd koma henni á netið.





Þeir voru prjónaðir með Regia sokkagarni, 2 dokkum með uppskrift af netinu (Wendy).

English: I made these socks about a month ago and finally I have a picture on the web!

Thursday, February 24, 2005

Sendingin

Sendingin er komin! Hún lenti í tollinum eins og lög gera ráð fyrir. Nema hvað, þeir vissu ekkert hvað þetta var og vildu opna sendinguna bara af því að þeir skyldu ekki reikninginn. Ég var meira að segja spurð sérstaklega hvað þetta 'chart' væri - ekki nógu mikið handavinnufólk þarna! Til að gera langa sögu stutta þá munu blessuðu perurnar mínar tilheyra tollflokki sem krefst tollskýrslu! Þetta voru því dýrar perur enda kostar skýrslugerðin 1750 kr. (ágætis tímakaup það). Peran sem ég pantaði áður hefur algjörlega farið framhjá þeim og ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona tollavesen. Ég hef hinsvegar lent í þessu líka með kaffi sem við keyptum frá Peet's.

English: The shipment has arrived but it turned out that the light-bulbs needed extra, expensive paperwork :( Some products (like coffee, see link above) do but others don't.

Thursday, February 17, 2005

Farwell dagljós

Dagljósaperan mín er sprungin :( Ég get nú ekki kvartað mikið því ég keypti hana í sumar og hún er búin að vera í stanslausri notkun síðan. Ég keypti hana á Sewandso og keypti bara eina af því ég var ekki 100% viss með stærðina. Hún passaði í lampann og nú er mér ekkert að vanbúnaði að panta fleiri. Þá grípur maður náttúrulega tækifærið og pantar ýmislegt annað líka ;)

Ég notaði því venjulega peru í staðinn og munurinn er ótrúlegur! Ég þreyttist mjög fljótt í augunum :(

Tilgangurinn með þessu bloggi var að hluta til að hjálpa mér að klára verkefni sem ég var byrjuð á. Það virðist ætla að virka. Gerði smá í Galdrakarlabangsanum mínum og er búin að finna neistann varðandi Franska þorpið aftur. Það er svo gaman að sauma þá mynd. Ég er svo fegin að vera búin að fatta það aftur :)

Aðaltilgangurinn var svo að fá að tjá mig um þessa ástríðu mína og monta mig í leiðinni ;)

Monday, February 14, 2005

WIP

WIP stendur fyrir 'Work-in-progress', þ.e. verkefni sem maður er að vinna að. Hérna til hægri á síðunni eru nokkur WIP og merkt við hvað mikið er búið af hverju. Markmiðið mitt er að klára sem flest krosssaumsverkefni og byrja ekki á nýjum fyrren ég er búin með gömul.


  • Wizards potion er saumakit (kit er pakki með mynstri, garni, efni og nál) frá DMC sem ég keypti á Ebay síðasta vor. Mig vantaði þá verkefni áður en ég færi til BNA en þar ætlaði ég svo sannarlega að byrgja mig upp. Ég keypti heilmikið af efnum og allt DMC garnið, yfir 500 dokkur ( á Ebay og lét senda það til tengdó, fyrir 1/5 af verðinu hér heima!). Eftir að ég var búin að fá allt garnið kom uppsöfnuð þörf fyrir að gera hitt og þetta sem ég var búin að láta mig dreyma um að gera í veg fyrir að ég ynni í galdrakarlinum góða. Hann er líka lúmskur, fullt af kvartsporum, sem er frekar leiðinlegt að gera í aida, mun skemmtilegra að gera í evenweave. Aida er þetta hefðbunda krosssaumsefni þar sem einn kross nær yfir einn reit í efninu og kvartspor yfir hálfan reit, evenweave er samnefni á efni þar sem efnið er jafnt ofið (even-weave), þar fer einn kross yfir tvo þræði og kvartspor yfir einn. Nánari uppl. um efnin.

    Galdrakarlinn er að mestu búinn, bara að klára að stinga og gera eins og eina stjörnu/leðurblöku! Reyndar er afturstingurinn ekkert auðveldur heldur, mikið af dökku á dökkt og svo fylgir hann ekki útlínum eins og oftast er gert.

  • Paddington í París er annað kit sem ég keypti í Danmörku í haust (lok ágúst). Mig vantaði eitthvað að gera í lestinni, en ég fór Kaupmannahöfn þvera og endilanga fram og til baka, 1-2x á dag! Þetta leit nógu einfalt út til að geta gert á ferðinni. Sem það var, bara einn litur í einu og engar litaskiptingar (bara einn blár t.d. en mism. tónar eru oft notaðir til að fá meiri dýpt í myndina). Ég hef aldrei áður haft áhuga á þessum teiknimynda krosssaumsmyndum en þetta hentaði fyrir þetta tækifæri. Núna er Paddington búinn og bara að tækla afturstinginn. Eins og fyrir Galdrakarlinn þá er hann í aida en afturstingurinn er oftar en ekki á milli reita! Maður verður bara að taka þetta einn þráð í einu held ég.

  • Father Winter Ornament eftir Teresu Wentzler. Teresa þessi er þekktur hönnuður krosssaumsmynda. Myndirnar hennar hafa oftar en ekki mystískt þema og eru flóknar. Þetta mynstur er ókeypis á vefnum hennar og er svona reynslustykki fyrir Father Winter myndina, þar sem í henni er svona hvítsaumur. Þetta var hluti af leik sem er á net-saumaklúbbnum mínum. Í hverjum mánuði er lítið mynstur valið sem allir geta gert og sú sem er fyrst fær að velja fyrir næsta mánuð. Ég var fyrst með júlí SALið (SAL = Stitch-a-long) og fékk því að velja þetta. Ég náði hins vegar ekki að klára og þetta er búið að vera óhreyft síðan í ágúst. Ég er hrifin af drekunum hennar Teresu, t.d. þessum, sem minnir mann á að vera ekki að gera of mikið úr hlutunum (stormur í vatnsglasi myndi það vera á íslensku :) ).

  • Franskt þorp var mynd í krosssaumsblaði, The World of Cross Stitching, sem ég keypti í Noregi á sínum tíma (Þrándheimi). Þessi mynd er 128x128 spor og gerð eftir vatnslitamynd. Hún minnir mig svo á gömlu þorpin í Frakklandi að ég stóðst hana ekki. Hún er líka alveg horn í horn, málverk reyndar og ég er nokkuð hrifin af svoleiðis myndum. Eftir að ég var búin að fá garnið mitt góða þá gat ég ekki beðið með að byrja á þorpinu. Upprunalega myndin var gerð í annað garn (Anchor) og eftir því sem ég vann verkið (byrjaði í efra vinstra horninu, en var byrjuð í miðjunni áður með afgangsgarni sem ég átti og passaði) sá ég að mér fannst litirnir sem upp voru gefnir ekki passa nógu vel. Litanúmerin voru gefin í amk 3 garntegundum. Ég fann á netinu lista yfir garnnúmer í Anchor og DMC og þá fann ég liti sem pössuðu betur og ég ákvað að byrja uppá nýtt! Nýtt efni og allt! Þessi mynd hefur legið í dvala lengi en ég tók hana aftur upp í gær. Þá sá ég að ég hafði gert villu og þess vegna lagt myndina til hliðar en í gær gerði ég slatta. Nú er ég búin með 1000 spor í nýju myndinni (gerði þau nú ekki öll í gær) en það er bara dropi í vatnið. Heildarsporafjöldi er yfir 16 þús. spor! Ég nota svona plastdót til að halda í efnið. Þetta er mjög þægilegt. Ég hef aðra hendina undir efninu og hina yfir. Krossarnir verða jafnari (þeir eiga það til að verða mis'hæðóttir' og garnið nýtist því betur og svo snýst ekki uppá það þegar maður saumar. Nú þá er myndin slétt en ekki krumpuð eins og þegar maður saumar í höndunum.

  • Klukkustreng þennan fékk ég hjá ömmu minni, en hún var tæpl. hálfnuð með hann. Þetta er ekki krosssaumur (og ég man ekki hvað þetta spor heitir) en það eru saumaðar þrjár línur yfir 3 reiti (kemur út sem ferningur). Ég tapaði javanálinni minni og á núna bara of stóra javanál. Hef því ekki unnið í þessari.

Monday, February 07, 2005

Klárað um þessa helgi

Dundaði mér við krosssauminn um þessa helgi sem hluti af skipulagðri aflöppun. Prjónaði reyndar vettlinginn minn þannig að núna er bara þumallinn eftir. Hins vegar virðist sem kapp hafi verið meira en forsjá. Það virðist sem hann sé eitthvað undarlega prjónaður. Annars kemur það betur í ljós þegar hann er alveg tilbúinn (já ég veit að ég þarf að gera annan!). Ég hef aldrei prjónað svona mynstur á sokkaprjónum (nema á ermum í lopapeysum). Þannig að þetta var stöðugur lærdómur og vona ég að næst geti ég bæði gert vettlinginn og gert hann vel líka :o

En aðalatriði helgarinnar var lítil mynd sem mér var gefin í afmælisgjöf (14. okt síðastliðinn). Ég fékk reyndar 2 litlar myndir og rammar með. Ég var víst búin að lofa mér að byrja á engu nýju í krossinum en stóðst ekki þessa. Byrjaði á henni milli jóla og nýjárs þegar mig vantaði garn í laskermapeysuna góðu. Þetta er reyndar mjög fljótgerð mynd en hún hefur verið meira svona uppgrip hjá mér milli prjónaverkefna að undanförnu. Hún er reyndar mjög skemmtileg að sauma og vann á.

Hérna er mynd af henni eftir að ég er búin með krosssauminn og önnur eftir að ég er búin með afturábakstinginn (sumir segja bakstingur aðrir afturstingur en ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta).




Það er smá munur á myndunum, ekki satt.

Svo kemur myndin römmuð uppá vegg.




Þær er svo að finna í stærra sniði á myndasíðunni, í þessari möppu.

Wednesday, February 02, 2005

Myndir, myndir, myndir

Sigrún frænka var svo sæt að lána mér myndavél. Nú get ég tekið myndir aftur, jibbí. Ég tók m.a. mynd af hjálmahúfunni (vantar bara fyrirsætu) og trúðasmekknum hennar Kamillu. Bara verst að hún er hætt að nota smekk!




Hérna eru svo vettlingarnir. Ég er búin með eitt 'blóm' og á annað eftir. Þetta er svo gaman. Ég væri sko löngu búin með þennan ef ég gæfi mér einhvern tíma í hann. Svo nota ég krosssaumssegulplötuna mína. Þetta er plata sem ég hef aldrei komist almennilega uppá lagið með í krosssaumnum en hentar mjög vel í þetta. Þá set ég segul yfir mynstrið þannig að ég sjái akkurat þá línu sem ég er að prjóna eftir. Algjör snilld.

Að lokum janúar BOM-ið. Næsta verður hjartalaga mynstur. Býst við að gera það minna (þetta er 30x30 cm en hitt verður væntanlega 20x20 cm, annars kemur það bara í ljós).

Ég á svo eftir að taka mynd af sokkunum góðu en mig vantaði einhvern í gær til að taka mynd af þeim á fótunum á mér.

Tuesday, February 01, 2005

Er ennþá að

Hafið ekki áhyggjur. Ég er ennþá að þrátt fyrir lítið blogg. Reyndar er líka handavinnan búin að vera í minna lagi. Bæði vegna álags (dagmamman var veik og ég vann langt fram á kvöld), hreinlætiæðis (er ólétt) og þreyttu (þegar ég er búin að jaska mér út á hreingerningum ;).

Ég hef verið að dunda mér í norsku vettlingunum. Það er ekki smá gaman að gera þá. Ég þarf að stoppa mig af svo ég sé ekki langt fram á nótt (ég þoli svo illa svefnleysi þessa dagana). Ég fann mynd af fingravettlingum með þessu norska mynstri. Það er mjög svipað það sem ég er að gera nema það eru ekki fingravettlingar heldur svona belgvettlingar (eða hvað það heitir) og mynstrið endurtekur sig.

Svo hef ég verið að dunda mér í saumavélinni. Er í startholunum með smáverkefni, sauma utanum, stytta buxur og svona. Svona smáverkefni taka mig nú bara kvöldið þannig að þetta gengur hægt, sérstaklega af því að ég fatta alltaf að mig vantar eitthvað smádót sem hver saumakona á og getur ekki verið án. Í handavinnuklúbb sem ég er í þá er verið að gera BOM (block-of-the-month). Þar sem einn bútasaumsferningur er gerður í hverjum mánuði. Þetta er mjög spennandi og tekur ekki of mikinn tíma (miðað við t.d. mánaðar-SAL (stitch-a-long) í krosssauminum). Janúarferningurinn er auðveldur og febrúar aðeins flóknari. Það er spurning hvernig þetta á eftir að koma út eftir árið og hvað maður á eftir að nota þetta í???? Spennandi. Endilega að skrá sig í klúbbin og vera með ef þú hefur áhuga.